Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Spá fyrir Domino´s deildina í körfu
Þriðjudagur 3. október 2017 kl. 14:57

Spá fyrir Domino´s deildina í körfu

- Flest liðin frá Suðurnesjum ofarlega

Tilkynnt var um spár formanna, þjálfara og fyrirliða í Domino´s deildum í körfu fyrir tímabilið 2017-2018 í dag.

Í Domino´s deild kvenna er Keflavík spáð efsta sætinu og fékk liðið samtals 188 stig. Njarðvíkingum er hins vegar spáð neðsta sætinu og hlaut liðið aðeins 41 stig.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í Domino´s deild karla er Grindavík spáð þriðja sætinu en liðið hlaut 319 stig, Njarðvík er spáð því fjórða og fékk liðið 267 stig og Keflavík er spáð því sjöunda og fékk liðið 239 stig.

Í fyrstu deild kvenna er Grindavík spáð öðru sætinu með 130 stig en Grindavíkurliðið féll í fyrstu deildina nú í vor.