Sóttu sigur til Þorlákshafnar
Njarðvíkingar eru með tvo sigra í farteskinu eftir tvær umferðir í Domino’s deild karla í körfubolta eftir sigur í Þorlákshöfn gegn sprækum Þórsurum. Njarðvíkingar sneru taflinu sér í hag í síðari hálfleik eftir að hafa verið undir í hálfleik með fimm stigum. Þeir unnu þann seinni með 15 stigum og lönduðu því þannig 80-90 sigri.
Mario Matasovic var stigahæstur Njarðvíkinga með 20 stig og átta fráköst. Julian Rajic bætti við 15, en annars dreifðist stigaskor vel hjá liðinu.
Tölfræði
Njarðvík: Mario Matasovic 20/8 fráköst, Julian Rajic 15/8 fráköst, Logi Gunnarsson 11, Maciek Stanislav Baginski 11/4 fráköst, Jeb Ivey 11/4 fráköst/11 stoðsendingar, Ólafur Helgi Jónsson 9/7 fráköst, Kristinn Pálsson 9, Jon Arnor Sverrisson 4, Garðar Gíslason 0, Snjólfur Marel Stefánsson 0, Adam Eiður Ásgeirsson 0, Arnór Sveinsson 0.
Þór Þ.: Nikolas Tomsick 27/11 stoðsendingar, Kinu Rochford 23/4 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 9/5 fráköst/6 stolnir, Ragnar Örn Bragason 8, Davíð Arnar Ágústsson 8, Magnús Breki Þórðason 5, Gintautas Matulis 0, Ísak Júlíus Perdue 0, Sæmundur Þór Guðveigsson 0, Styrmir Snær Þrastarson 0, Benjamín Þorri Benjamínsson 0, Benedikt Þorvaldur G. Hjarðar 0.