Mánudagur 27. október 2008 kl. 14:57
Sóttu gull í Garðabæ
Eldri borgarar frá Reykjanesbæ höfðu heppnina með sér í Garðabæjarmóti í Boccia og hlutu þar gullverðlaun.
Í öðru og þriðja sæti voru lið frá Garðabæ.
Alls tóku tólf lið þátt í mótinu en sigurlið Reykjanesbæjar skipuðu: Marinó Haraldsson, Hákon þorvaldsson, og Ása Ólafsdóttir.