Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sonur Jóns Kr. til liðs við Keflvíkinga
Þriðjudagur 12. janúar 2016 kl. 09:11

Sonur Jóns Kr. til liðs við Keflvíkinga

Daði Lár Jónsson, sonur eins ástsælasta leikmanns Keflvíkinga fyrr og síðar hefur ákveðið að ganga til liðs við Keflvíkinga. Daði er sonur Jóns Kr. Gíslasonar fyrrum leikstjórnanda og þjálfara Keflvíkinga. Daði hefur alið manninn í Garðabæ þar sem hann hefur leikið með Stjörnunni alla tíð. Karfan.is greinir frá þessu. 

„Pabbi er í raun ástæðan fyrir því að ég fer til Keflavíkur. Ég vil spila hraðan Keflavíkurbolta. Pabbi er mitt átrúnaðargoð og ég tek vel í allan samanburð í þeim efnum. Vonandi fæ ég bara treyju númer 14,“ sagði Daði að lokum en það númer bar Jón faðir hans á bakinu. Daði hefur í vetur spilað 7 leiki fyrir Stjörnuna og skorað í þeim 3.3 stig, tekið 3 fráköst og sent 1 stoðsendingu að meðaltali í leik 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024