Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Föstudagur 25. október 2002 kl. 14:57

Sonia Ortega komin aftur til Keflavíkur

Sonia Ortega er komin til liðs við KEFLAVÍK og mun leika með Mfl. kvenna á yfirstandandi tímabili. Hennar fyrsti leikur mun verða á morgun laugardaginn 25. október í Keflavík gegn Haukum kl. 16.00Sonia lék 3 leiki í undanúrslitunum á sl. keppnistímabili gegn KR og var með 15 stig - 6 fráköst - 3.5 stolna bolta og 7stoðsendingar að meðaltali í þessum 3 leikjum, Sonia getur spilað allar stöður á vellinum er mjög snögg og góður varnarmaður. Semsagt ákaflega fjölhæfur leikmaður aukþess að hafa mjög gott auga fyrir spili. Mikill liðsleikmaður.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024