Sólveig hefur leik með KR
Grindavíkurmærin Sólveig Helga Gunnlaugsdóttir er gengin í raðir KR-kvenna í 2. deild í kvennakörfuboltanum. Sólveig er þekktust fyrir að vera ein af betri körfuboltakonum úr Grindavík en hún er nú annar Grindvíkingurinn í röðum KR. Fyrir hjá félaginu er Sigríður Anna Ólafsdóttir.
Annar Suðurnesjamaður er tengdur kvennaliði KR í körfunni en það er Óli Ásgeir Hermannsson, úr Keflavík, en hann er aðstoðarþjálfari liðsins.