Soltau sendur heim
Danski miðherjinn Thomas Soltau sem leikið hefur með Keflavík í Iceland Express deildinni í körfuknattleik í vetur heldur heimleiðis í dag. Á vefsíðu Keflavíkur segir að Soltau hafi spilað misjafnlega í vetur og sé með um 15 stig að meðaltali í leik. Þá þótti hann hafa átt góða leiki í Evrópukeppninnni fyrir Keflavík en á endanum þótti hann ekki henta skipulagi liðsins.
Í Evrópukeppninni var Soltau með 22,7 stig að meðaltali í leik og tók 8 fráköst. Soltau er 210 sm að hæð en hefur ekki náð að skila tölfræði sem sæmir jafn háum leikmanni. Þess má geta að Tim Ellis, sem Keflvíkingar létu nýverið taka hatt sinn og staf, hafði tekið fleiri fráköst en Soltau í þessum átta deildarleikjum sem þeir léku með Keflavík. Ellis er töluvert minni en Soltau og þá hafði Daninn aðeins varið fimm skot í átta leikjum á meðan, til samanburðar, Friðrik Stefánsson hefur varið 19 skot í 11 leikjum.
www.keflavik.is