Sóley Þrastardóttir efnilegust í júdó á árinu
Þrír landsliðsmenn og tíu stórir titlar hjá Njarðvík.
Júdósamband Íslands valdi Sóleyju Þrastardóttur efnilegustu júdókonu Íslands á uppskeruhátíð sinni síðastliðin laugardag. Þessi titill er rúsínan í pylsuendanum á frábæru ári Júdódeildar Njarðvikur og bardagaíþrótta í Reykjanesbæ.
Þrír einstaklingar voru valdir í keppnishóp landsliðsins snemma árs og tóku þátt í tveimur landsliðsverkefnum. Það voru þau Sóley Þrastardóttir, Birkir Freyr Guðbjartsson og Bjarni Darri Sigfússon. Júdódeildin hefur unnið 10 stóra titla á árinu, auk þess að hafa unnið til verðlauna og sigrað á sterkum mótum utanlands.
10 krakkar með 10 titla
3 Íslandsmeistarar í júdó, 3 íslandsmeistarar í Brasilian jiu jitsu, 3 Íslandsmeistarar í Glímu og einn hálandameistari í keltneskum fangbrögðum, auk þess sem hann var valinn glímumaður mótsins. Þessir 10 titlar dreifðust meðal 10 mismundandi einstaklinga. Aðrir stórir titlar ár árinu voru 1 hálandameistaratitill í keltneskum fangbrögðum og eitt brons í því móti, auk þriðja sætis á Norðurlandamótinu í judo.
Ægir Íslandsmeistari og Andri í þriðja sæti.
Efnilegi krakkahópuirnn.
Krakkarnir ásamt þjálfurum.