Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sögulegur nágrannaslagur Davíðs og Golíats
Mánudagur 18. maí 2015 kl. 08:00

Sögulegur nágrannaslagur Davíðs og Golíats

Nágrannaliðin Grindavík og Þróttur Vogum mætist í 2. Umferð bikarkeppni KSÍ í knattspyrnu karla á Grindavíkurvelli á mánudagskvöld kl. 19:00. Þetta er fyrsti opinberi leikur liðanna í bikar- eða deildarkeppni eftir þv í sem næst verður komist. Grindavík er í 1. deild en Þróttur í 4. deild og því má búast við auðveldum sigri Grindvíkinga þótt auðvitað geti allt gerst í bikarnum.  Hér eigast við Davíð og Golíat.

Gríðarlegur áhugi er fyrir leiknum í Vogum en stuðningsmenn liðsins ætla að fjölmenna á völlinn og verða rútuferðir frá íþróttamiðstöðinni kl. 18:30. Dagskráin hefst hins vegar með andlitsmálun kl. 18:00.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Miklar tengingar eru á milli liðanna en segja má að hér mættist nokkurs konar A og B lið Grindavíkur ef grannt er skoðað. Í liði Þróttara eru Grindvíkingar eins og Einar Helgi Helgason, Páll Guðmundsson, Emil Daði Símonarson, Davíð Arthúr Friðriksson, Þorfinnur Gunnlaugsson, Sveinn Þór Steingrímsson og spilandi þjálfari liðsins Andri Steinn Birgsson sem áður lék með Grindavík. Þá hafa Þróttarar heldur betur fengið liðsstyrk upp á síðkastið því Hafþór Ægir Vilhjálmsson, fyrrverandi leikmaður Grindavíkur, hefur tekið fram skóna á ný og ætlar að spila með liðinu.

Þá hefur bæjarstjórn Grindavíkur boðið bæjarstjórn Voga í móttöku fyrir leikinn í nýrri og glæsilegri íþróttamiðstöð Grindvíkinga fyrir leikinn.

Mikið er í húfi því sigurvegararnir fara í pottinn í 32ja liða úrslit þar sem liðin í Pepsideildinni bíða.