Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sögulegt úrslitaeinvígi þetta árið?
Föstudagur 1. apríl 2011 kl. 12:24

Sögulegt úrslitaeinvígi þetta árið?

Keflavík heimsækir KR í Vesturbæinn í kvöld þegar liðin mætast í þriðja leik undanúrslita Iceland Express deildar karla í körfuknattleik og hefst leikurinn kl. 19:15. Staðan í einvíginu er 2-0 fyrir KR-ingum og geta Vesturbæingar tryggt sér sæti í úrslitum gegn Stjörnunni með sigri í kvöld.

Sögulegir atburðir gætu verið í fæðingu en Suðurnesjamenn hafa átt fulltrúa í úrslitaeinvíginu síðustu 27 árin og fagnað sigri í 21 skipti, Njarðvík 11 sinnum, Keflavík 9 sinnum og Grindavík einu sinni.

Úrslitaeinvígin síðan 1984:
1984 Njarðvík 2-0 Valur
1985 Njarðvík 2-1 Haukar
1986 Njarðvík 2-0 Haukar
1987 Njarðvík 2-0 Valur
1988 Njarðvík 1-2 Haukar
1989 Keflavík 2-1 KR
1990 KR 3-0 Keflavík
1991 Njarðvík 3-2 Keflavík
1992 Keflavík 3-2 Valur
1993 Keflavík 3-0 Haukar
1994 Grindavík 2-3 Njarðvík
1995 Njarðvík 4-2 Grindavík
1996 Grindavík 4-2 Keflavík
1997 Keflavík 3-0 Grindavík
1998 KR 0-3 Njarðvík
1999 Keflavík 3-2 Njarðvík
2000 Grindavík 1-3 KR
2001 Njarðvík 3-1 Tindastóll
2002 Keflavík 0-3 Njarðvík
2003 Grindavík 0-3 Keflavík
2004 Snæfell 1-3 Keflavík
2005 Keflavík 3-1 Snæfell
2006 Njarðvík 3-1 Skallagrímur
2007 Njarðvík 1-3 KR
2008 Keflavík 3-0 Snæfell
2009 KR 3-2 Grindavík
2010 Keflavík 2-3 Snæfell
2011 Stjarnan - ?

Mynd: Hörður Axel og félagar úr Keflavík þurfa á sigri að halda í kvöld ef þeir ætla sér ekki í sumarfrí strax.

[email protected]

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024