Sögulegir yfirburðir Njarðvíkinga
Njarðvíkingar héldu uppteknum hætti í gær þegar þeir sigruðu lið Hamars/Selfoss 110-73 í Ljónagryfjunni. Ekkert lát virðist vera á sigurgöngu Njarðvíkinga sem eru efstir í Intersport deildinni með 10 stig.
Njarðvíkingar höfðu töglin og hagldirnar frá fyrstu stundu og þegar liðin gengu til hálfleiks var staðan 57-32 og úrslitin því að mestu ráðin. Liðið hefur verið að vinna hvern stórsigurinn á fætur öðrum og fátt virðist vera þeim ofviða í augnablikinu. Njarðvíkingar eru fyrsta liðið í sögu Úrvalsdeildarinnar til þess að vinna fyrstu fimm leiki sína með 20 stiga mun eða meira.
Allir leikmenn Njarðvíkurliðsins fengu að spreyta sig en Jóhann Árni Ólafsson var þeirra stigahæstur og gerði 18 stig ásamt því að spila grimma vörn á Chris Woods. Í liði Hamars/Selfoss var Damon Bailey atkvæðamestur með 21 stig.
„Við spiluðum hörku vörn í leiknum en það getur verið erfitt að halda einbeitningu út heilan svona leika þegar úrslitin eru kunn svo snemma. Framundan eru hörkuleikir hjá okkur gegn Haukum í Hópbílabikarnum og svo gegn Skallagrími í Borgarnesi,“ sagði Einar Árni Jóhannsson í samtali við Víkurfréttir.
Tölfræði leiksins
VF-mynd/ úr safni
Njarðvíkingar höfðu töglin og hagldirnar frá fyrstu stundu og þegar liðin gengu til hálfleiks var staðan 57-32 og úrslitin því að mestu ráðin. Liðið hefur verið að vinna hvern stórsigurinn á fætur öðrum og fátt virðist vera þeim ofviða í augnablikinu. Njarðvíkingar eru fyrsta liðið í sögu Úrvalsdeildarinnar til þess að vinna fyrstu fimm leiki sína með 20 stiga mun eða meira.
Allir leikmenn Njarðvíkurliðsins fengu að spreyta sig en Jóhann Árni Ólafsson var þeirra stigahæstur og gerði 18 stig ásamt því að spila grimma vörn á Chris Woods. Í liði Hamars/Selfoss var Damon Bailey atkvæðamestur með 21 stig.
„Við spiluðum hörku vörn í leiknum en það getur verið erfitt að halda einbeitningu út heilan svona leika þegar úrslitin eru kunn svo snemma. Framundan eru hörkuleikir hjá okkur gegn Haukum í Hópbílabikarnum og svo gegn Skallagrími í Borgarnesi,“ sagði Einar Árni Jóhannsson í samtali við Víkurfréttir.
Tölfræði leiksins
VF-mynd/ úr safni