Söguleg stund í skotfimi
Brotið var blað í sögu skotfimi á Íslandi í dag, ekki bara hjá Skotdeild Keflavíkur heldur einnig í skotíþróttinni sjálfri þar sem Íslandsmót STÍ var haldið í fyrsta skipti uppi á skotsævði Skotdeildar Keflavíkur uppi á hafnarheiðinni í þessari grein. Alls tóku sex keppendur þátt í nýútbúinni aðstöðu fyrir skotfimi af flest allri gerð sem Vélaverkstæði VP reisti. Skotið var liggjandi 60 skotum á 300 metra færi. Keppendur fengu 10 mínútur til þess að skjóta 10 æfingarskotum, svo var skotið 10 skotum í sex hrynum og gefinn var tími, 10 mínútur á hverja hrinu.
Veðurskilyrði voru ágæt en nokkur hliðarvindur og súld var á svæðinu, þannig að erfitt var að greina á skotmörkin fullkomlega. Yfirdómari var enginn annar en Steinar Einarsson og Mótsstjóri var Árni Pálsson, annar dómari var Þröstur Sigmundsson.
Góð stemmning var í hópnum en var Skotdeild Keflavíkur með eitt lið og skotfélag Kópavogs einnig með eitt lið.