Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Söguleg stund hjá Þrótturum
Þriðjudagur 17. maí 2016 kl. 09:18

Söguleg stund hjá Þrótturum

Byrja með látum í 3. deildinni

Sögulegur leikur fór fram í sögu Þróttar frá Vogum í gær, en þá fór fram fyrsti leikur félagsins í landsdeild. Þróttarar leika nú í fyrsta sinn í 3. deild og þeir tóku á móti Reyni/Dalvík á Vogabæjarvelli í fyrstu umferð deildarinnar. Þar unnu heimamenn öruggan 3-0 sigur. Ragnar Valberg Sigurjónsson gerði tvö mörk fyrir Vogamenn og Halldór Arnar Hilmisson bætti einu við.

Þróttarar voru reyndar einum færri síðustu 20 mínútur leiksins, en Alexander Magnússon, sem er í láni hjá liðinu frá Keflavík, fékk þá að líta rauða spjaldið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Leikskýrlsa frá leiknum.