Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Snýr Bjarki aftur?
Fimmtudagur 16. nóvember 2006 kl. 15:59

Snýr Bjarki aftur?

Bjarki Guðmundsson, knattspyrnumarkmaður, hefur verið orðaður við sitt gamla félag, Keflavík, en þeir hafa verið að leita sér að markmanni eftir að Magnús Þormar gekk til liðs við Stjörnuna á dögunum.

Víkurfréttir hafa fengið staðfestingu á því að óformlegar viðræður séu í gangi en ekkert sé þó í hendi enn sem komið er.

Bjarki lék með Keflavík til ársins 2000 þegar hann skipti yfir í KR, en hann hefur leikið með Stjörnunni og ÍA síðan. Hann var m.a. hetja Keflvíkinga í bikarúrslitunum 1997.

Bjarki er samningslaus og þyrftu Keflvíkingar því ekki að greiða fyrir hann ef af skiptunum yrði.

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024