Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Snorri tekur við Keflavíkurstúlkum
Miðvikudagur 12. október 2011 kl. 17:35

Snorri tekur við Keflavíkurstúlkum

Snorri Már Jónsson er hættur sem þjálfari 2. deildarliðs Reynis í Sandgerði og mun taka við þjálfun kvennaliðs Keflavíkur sem leikur í 1. deild. Þetta staðfesti Snorri við Fótbolta.net í dag en hann mun hitta Keflavíkurliðið í kvöld.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Ég var með tveggja ára samning við Reyni sem var uppsegjanlegur af beggja hálfu. Málin gengu hægt fyrir sig og mikil óvissa í gangi. Ég gat ekki verið að bíða lengi eftir því og fékk mig lausan," sagði Snorri.

„Þetta var bara samkomulag okkar á milli."

Snorri segist spenntur fyrir komandi tímabil. „Þetta er mjög spennandi. Það er allt öðruvísi að þjálfa kvennalið en karlalið en ég er spenntur. Það er mikið af ungum og efnilegum stelpum í Keflavík og stór hópur," sagði Snorri.

Reynir Sandgerði hafnaði í 8. sæti 2. deildar karla í sumar. Snorri Már var þjálfari liðsins í eitt ár en hann lék á ferli sínum sem leikmaður 203 leiki með Keflavík, Grindavík og Njarðvík.