Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Snorri og Ólafur unnu Vilhjálmsbikarinn í golfi
Fimmtudagur 2. september 2010 kl. 15:33

Snorri og Ólafur unnu Vilhjálmsbikarinn í golfi

Snorri Jóhannsson úr GS og Ólafur Björnsson úr GK unnu Vilhjálmsbikarinn í golfi sem haldinn var í tíunda sinn í Leirunni sl. laugardag.
Nærri hundrað keppendur mættu til leiks í sól og blíðu. Að vanda var leikið í tveggja manna liðum eftir svokölluðu „greensome“ fyrirkomulagi.
Eftir mótið var verðlaunaafhending og glæsilegt verðlaun afhent. Veitingar voru fyrir keppendur frá Langbest og Nýja bakaríinu. Fjölmargir styrkaraðilar komu að mótinu og sumir hafa verið með frá upphafi eins og Nettó í Reykjanesbæ.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Úrslit:
1.sæti Snorri Jóhannesson og Ólafur Björnsson 45 punktar

2. sæti Halldór Guðjón Halldórsson – Einar Snorrason

3. sæti Örn Sveinbjörnsson – Samúel Karl Arnarsson

Næstur holu á 3. braut Halldór G Halldórsson 4.77 m

Næstur holu á 8. braut Gunnar Loagason 54 cm

Næstur holu 13. braut Rúnar Jónsson 4.02 m

Næstur holu á 16 Guðjón Kjartanson 43 cm

Lengsta upphafshögg á 14. holu Herborg Arnardóttir.