Snorri Már semur við Kvennafótboltann til þriggja ára
Snorri Már Jónsson hefur tekið við þjálfun kvennaliðs Keflavíkur en hann mun einnig þjálfa 2. flokk kvenna. Snorri er fæddur og uppalinn í Keflavík og lék með öllum yngri flokkum okkar. Hann lék um 50 leiki með meistaraflokki Keflavíkur og yfir hundrað leiki með meistaraflokki Njarðvíkur. Snorri Már hefur menntað sig í þjálfun undanfarin ár og þjálfað hjá yngri flokkum Njarðvíkur og nú síðast Reyni Sandgerði í 2.deildinni síðastliðið sumar. Þannig að hann hefur reynslu bæði innan sem utan vallar.
Snorri hóf störf snemma í haust þó hann ekki skrifað formlega undir fyrr en nú í desember. Æfingasókn hefur verið mjög góð eða um 30 stúlkur á hverri æfingu og ávallt gaman og nóg að gerast.
„Miklar vonir eru bundnar við Snorra og er vonandi um framtíðarmann að ræða hjá Keflvíkingum því hér er á ferðinni heimamaður sem hefur bæði áhuga og færni til að skila góðri vinnu og væntanlega árangri í framtíðinni,“ segir á heimasíður Keflvíkinga.
Mynd: Snorri í leik með Njarðvíkingum á árum áður