Krambúðinn 4-7 sept
Krambúðinn 4-7 sept

Íþróttir

Snorri Már Jónsson nýr þjálfari Reynis
Fimmtudagur 23. desember 2010 kl. 19:24

Snorri Már Jónsson nýr þjálfari Reynis

Snorri Már Jónsson hefur tekið við þjálfun 2. deildarliðs Reynis frá Sandgerði í knattspyrnu en hann tekur við starfinu af Sinisa Kekic sem var að hætta óvænt með liðið eftir mánuð í starfi. Hann er 35 ára gamall og lék á ferli sínum 203 leiki með Keflavík, Grindavík og Njarðvík.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona

Snorri Már spilaði með Reyni árið 1996 þegar liðið fór upp í 1. deild. Undanfarin ár hefur hann þjálfað sameinað lið Grindavíkur og Njarðvíkur í 2. flokki karla með góðum árangri en hann hefur fimmtu gráðu þjálfarastigs sem inniheldur UEFA B réttindi.

Mynd: Gunnar Gunnarsson - Snorri Már í leik með Njarðvík

Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25