Snorri hugsanlega með slitið krossband
Njarðvíkingurinn Snorri Hrafnkelsson gæti hugsanlega verið með slitið krossband í hægra hné. Snorri sem gekk til liðs við Njarðvíkinga í sumar var ásamt félögum sínum að spila gegn Keflvíkingum í unglingaflokk þegar hann virtist einfaldlega missa hægri löppina undan sér og virtist hann sárkvalinn. Sjúkraþjálfari á staðnum gat ekki staðfest að um krossbandaslit væri að ræða. Frá þessu er greint á karfan.is.
Snorri lék vel í fyrsta leik Dominos-deildarinnar í körfubolta á dögunum, en þá skoraði hann 19 stig gegn Ísfirðingum.