Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Snéru leiknum sér í hag
Sunnudagur 15. október 2006 kl. 23:09

Snéru leiknum sér í hag

Njarðvíkingar voru sterkari aðilinn í kvöld er þeir höfðu 87-76 sigur á Grindvíkingum í Ljónagryfjunni þar sem liðin börðust um titilinn „Meistari meistaranna,“ Njarðvíkingar eru Íslandsmeistarar en Grindvíkingar bikarmeistarar og segja má að nokkur meistarabragur hafi verið á liðunum í kvöld.

Grindvíkingar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og leiddu í hálfleik 32-47 eftir flugeldasýningu frá Páli Axeli Vilbergssyni en hann gerði alls 25 stig í leiknum.

Njarðvíkingar gerðu svo 11 fyrstu stigin í síðari hálfleik og snéru þar leiknum sér í hag af miklu harðfylgi en þeir höfðu átt í töluverðum vandræðum með svæðisvörn Grindvíkinga í fyrri hálfleik.

Í fjórða leikhluta reyndust Njarðvíkingar sterkari og Grindvíkingar áttu ekki mikið inni þegar Steven Thomas fór út af með 5 villur og því urðu þeir nokkuð bitlausir undir körfunni og Njarðvíkingar innbyrtu 11 stiga sigur 87-76.

Jeb Ivey gerði 25 stig fyrir Njarðvík og Friðrik Stefánsson gerði 18 stig og tók 17 fráköst.

Tölfræði leiksins

VF-myndir/ [email protected]

 

 

 

 


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024