Snemmbúið sumarfrí
Grindvíkingar geta sjálfum sér um kennt fyir að hafa dottið úr keppni í 8-liða úrslitum í Iceland Express-deildinni í gær. Þeir töpuðu gegn Skallagrími í öðrum leik liðanna, 73-77, en Skallagrímur vann fyrri leikinn í Borgarnesi.
Leikurinn var afar jafn og spennandi allan tímann en gestirnir úr Borgarnesi, dyggilega studdir af sínu fólki, hófu leikinn með tveimur 3ja stiga körfum. Grindvíkingar komust aftur inn í leikinn og leiddu eftir fyrsta leikhluta, 19-16.
Borgnesingar komust yfir áður en flautað var til hálfleiks og var staðan þá 25-26.
Í seinni hálfleik var sama spennan og munaði sjaldnast meira en tveimur stigum til eða frá. Borgnesingar voru þó alltaf sterkari og líklegri til að taka af skarið. Þegar nokkrar sekúndur voru til leiksloka leiddu gestirnir með 3 stigum, en stórskyttan Helgi Jónas Guðfinnsson tryggði sínum mönnum framlengingu með glæsilegu skoti.
Skallagrímsmenn höfðu misst alla útlendinga sína af velli fyrir framlengingu og gengu Grindvíkingar á lagið og virtust ætla að ná yfirhöndinni.
Þegar um hálf mínúta var til leiksloka náðu Grindvíkingar boltanum með 2ja stiga forystu. Jeremiah Johnson, sem hafði átt afleitan leik lék boltanum upp völlinn, rakleitt í flasið á leikmanni Skallagríms, og fékk dæmda á sig sóknarvillu.
Á þeim fáu sekúndum sem eftir lifðu náðu Axel Kárason og Pétur Sigurðsson að skora 6 stig fyrir Skallagrím og tryggðu þeim farseðil í undanúrslitin.
Leikurinn var afar jafn og spennandi allan tímann en gestirnir úr Borgarnesi, dyggilega studdir af sínu fólki, hófu leikinn með tveimur 3ja stiga körfum. Grindvíkingar komust aftur inn í leikinn og leiddu eftir fyrsta leikhluta, 19-16.
Borgnesingar komust yfir áður en flautað var til hálfleiks og var staðan þá 25-26.
Í seinni hálfleik var sama spennan og munaði sjaldnast meira en tveimur stigum til eða frá. Borgnesingar voru þó alltaf sterkari og líklegri til að taka af skarið. Þegar nokkrar sekúndur voru til leiksloka leiddu gestirnir með 3 stigum, en stórskyttan Helgi Jónas Guðfinnsson tryggði sínum mönnum framlengingu með glæsilegu skoti.
Skallagrímsmenn höfðu misst alla útlendinga sína af velli fyrir framlengingu og gengu Grindvíkingar á lagið og virtust ætla að ná yfirhöndinni.
Þegar um hálf mínúta var til leiksloka náðu Grindvíkingar boltanum með 2ja stiga forystu. Jeremiah Johnson, sem hafði átt afleitan leik lék boltanum upp völlinn, rakleitt í flasið á leikmanni Skallagríms, og fékk dæmda á sig sóknarvillu.
Á þeim fáu sekúndum sem eftir lifðu náðu Axel Kárason og Pétur Sigurðsson að skora 6 stig fyrir Skallagrím og tryggðu þeim farseðil í undanúrslitin.