Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

SNAG golfið sló í gegn
Frá SNAG-fjörinu.
Þriðjudagur 25. mars 2014 kl. 09:08

SNAG golfið sló í gegn

Íþrótt fyrir unga sem aldna.

Golfklúbbur Grindavíkur stóð fyrir kynningu á golfíþróttinni í menningarvikunni í Hópinu, fjölnota íþróttahúsi Grindvíkinga, við íþróttasvæðið. Helgi Dan Steinsson, sem er golfkennari GG, var á staðnum og gátu börn sem og fullorðnir kynnt sér SNAG, sem er ný kennslutækni í golfi.

SNAG stendur fyrir „Starting New At Golf" og þó að kennslutækin séu litrík og líti út fyrir að vera fyrir börn þá geta ungir sem aldnir nýtt sér þessa kennslutækni til að læra grunnatriðin.

Óhætt er að segja að SNAG hafi mælst vel fyrir og er ótrúlega skemmtilegt nálgun til þess að efla áhuga á golfíþróttinni, ekki síst hjá börnum á öllum aldri.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Bláliljusjóður styrkti Golfklúbb Grindavíkur við kaupin á SNAG.