SNAG – golf á Heilsuleikskólanum Háaleiti
Á heilsuleikskólanum Háaleiti er sífellt verið að kynna fyrir leikskólabörnunum fjölbreytta íþrótta- og afþreyingarmöguleika með framtíðina í huga. Eitt af því er SNAG – golfið. Leikurinn getur virkjað áhuga og löngun barna til að læra í gegnum leik.
Samkvæmt Aðalnámskrá leikskóla (2011) er leikurinn órjúfanlegur þáttur bernskuáranna og hornsteinn leikskólastarfs. Þar kemur jafnframt fram að leikurinn kallar á félagsleg samskipti, tilfinningatengsl, hreyfingu og fjölbreytta notkun tungumálsins.
Mjög þægilegt er að kenna þeim golfíþróttina með SNAG–inu þar sem öll tækni er sett þannig fram að hún er sett í samhengi við t.d stafi sem auðveldar þeim að átta sig á hvernig þau eiga að framkvæma hlutinn. Einnig er SNAG-ið sjónrænt sem hjálpar þeim enn frekar með t.d. stöðu. Kylfur, boltar og önnur áhöld eru gerð úr þannig efnum að þau eru nánast hættulaus.
Heilsuleikskólinn Háaleiti fékk lánað SNAG – golfsett til að leyfa elstu börnum leikskólans að prófa, börnin voru mjög spennt og áhugasöm um að læra rétta tækni undir stjórn Bjarkar Birgisdóttur og Ástu Katrínar Helgadóttur.
Tilraunin tókst mjög vel og voru börnin glöð og ánægð með að hafa fengið tækifæri til að prófa SNAG og spurðu: hvenær förum við aftur í SNAG ?