Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Mánudagur 4. apríl 2005 kl. 20:58

Snæfellingar jafna metin

Snæfellingar voru rétt í þessu að leggja Keflvíkinga að velli í Stykkishólmi, 97-93, og hafa því jafnað metin í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik. Keflvíkingar höfðu undirtökin í seinni hálfleik og virtust líklegri til að sigra í leiknum en heimamenn gáfust ekki upp og sigruðu á lokamínútunum. Hvort lið hefur þá unnið einn leik um sig og mætast liðin aftur í Keflavík á fimmtudagskvöld kl. 19:00. Nánar verður fjallað um leik kvöldsins seinna en ljósmyndari Víkurfrétta er væntanlegur frá Stykkishólmi með myndir úr leiknum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024