Slóveni til Grindvíkinga
Úrvalsdeildarliði Grindavíkur barst liðsauki í gær er slóvenski bakvörðurinn Miha Cmer kom til landsins í gær. "Miha er 24 ára Slóveni sem lék á síðasta ári með finnska liðinu Huima. Hann er leikstjórnandi að upplagi og á að baki nokkra leiki með U-21 landsliði Slóvena" sagði Friðriki Ingi Rúnarsson þjálfari Grindvíkinga í viðtali við VF. "Hann kom í fyrradag og fór á sína fyrstu æfingu í gærkveldi. Þar stóð hann sig vel en fékk ákveðna eldskírn í íslenska boltanum því hann fékk skurð á augabrún snemma á æfingunni."