Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Slátrun í Röstinni
Sverrir þjálfari var þekktur fyrir varnarleik sinn sem leikmaður.
Mánudagur 10. febrúar 2014 kl. 08:41

Slátrun í Röstinni

49 stiga sigur Grindvíkinga

Grindvíkingar unnu magnaðan stórsigur á KFÍ í Domino's deild karla í körfubolta í gær. Lokastaðan var 97-48 heimamönnum í vil. Ótrúlegar tölur og ljóst að varnarleikurinn er í lagi hjá lærisveinum Sverris Þórs Sverrissonar. Grindvíkingar höfðu leikinn í hendi sér allt frá fyrstu mínútu og Ísfirðingar áu aldrei til sólar, buðu upp á lægsta stigaskor tímabilsins og skoruðu enga þriggja stiga körfu í leiknum.

Töfræði leiks hér að neðan:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Grindavík-KFÍ 97-48 (32-15, 23-11, 32-16, 10-6)

Grindavík: Sigurður Gunnar Þorsteinsson 23/8 fráköst, Earnest Lewis Clinch Jr. 17/4 fráköst/5 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 11/4 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir, Jón Axel Guðmundsson 9/4 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 9/4 fráköst, Jens Valgeir Óskarsson 8/8 fráköst, Hilmir Kristjánsson 6, Kjartan Helgi  Steinþórsson 4/6 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 4/5 fráköst, Daníel Guðni Guðmundsson 3, Þorleifur Ólafsson 2, Nökkvi Harðarson 1.