Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þriðjudagur 4. september 2001 kl. 09:42

Slakt vefsetur Keflavíkur

Vefsíður eiga að vera skemmtilegar og upplýsandi að mati margra. Þær hætta þó að þjóna tilgangi sínum ef þær eru ekki uppfærðar reglulega. Einn af stuðningsmönnum knattspyrnudeildar Keflavíkur segir vefsetur þeirra illa uppfært og allt of þungt í vinnslu fyrir venjulegar heimilistölvur. Ágætu félagar í Keflavík
Það er sorglegt að sjá hversu illa er staðið að vefsetri Keflvíkurliðsins www.keflavik.is/knattspyrna. Það er illa uppfært eða ættum við kannski að segja „ekkert uppfært?“
Sem dæmi um þetta er að undir „Leikir“ má finna úrslit frá 4. umferð sem leikin var 10. júní sl. og undir „Úrslit“ er ekki neitt. Þá sætir furðu að hafa svo þunga mynd, 166298 bytes, á fyrstu síðu og veldur því án vafa að fjöldi notenda, með venjulega módemtenginu, gefast upp og fara út
af setrinu án þess að skoða nokkuð, sem er ef til vill er eins gott miðað við þessa hörmung.
Þetta lélega vefsetur er að mínu mati klúbbnum til skammar og ekki boðleg, hvorki stuðningmönnum liðsins né leikmönnum. Margt fleira væri hægt að týna til varðandi vefsetrið en ég sé ekki ástæðu til þess. Fólk getur einfaldlega skoðað þetta sjálft hafi það geð í sér til þess. Við skulum allavega vona að þeir sem séu að hugsa um að styðja hugmyndir þess efnis að gera Suðurnes að einskonar upplýsingatæknisetri fái ekki þá flugu í höfuðið að kíkja á vefsetur þekktasta knattspyrnuklúbbsins á svæðinu til að sjá hvernig menn haldi á spöðunum.
Rétt er að geta þess að ég hef sent athugasemdir á netfang það sem gefið er upp á vefsetrinu en það er óvirkt eins og allt annað á þessum óskapnaði! Þess vegna tek ég á það ráð að senda þetta bréf á Víkurfréttir.

Áfram Keflavík!
Haraldur Dean Nelson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024