Slakir Grindvíkingar töpuðu fyrir Val 0:2
„Valsmenn voru framar á öllum sviðum knattspyrnunnar,“ sagði Ólafur Örn Bjarnason, þjálfari Grindvíkingar sem töpuðu 0:2 fyrir Valsmönnum í Grindavík í kvöld.
Heimavallardraugurinn er enn að hrella Grindvíkinga en þeim gekk afar illa á heimavelli framan af móti í fyrra. Eftir mikinn karaktersigur á Fylki í fyrstu umferð lentu þeir á jörðinni og áttu aldrei möguleika gegn Valsmönnum í kvöld.
„Okkur gekk illa að skapa okkur færi og því fór sem fór,“ sagði þjálfari Grindvíkinga. Ólafur Örn spjallaði v við Hilmar Braga Bárðarson, fréttastjóra VF eftir leikinn og videoviðtal við þjálfarann kemur á vf.is síðar í kvöld.
Liðin:
Grindavík : Jamie Patric McCunnie, Ian Paul Mcshane, Bogi Rafn Einarsson, Michail Pospisil, Scott Mckenna Ramsay, Orri Freyr Hjaltalín, Jack Giddens, Ólafur Örn Bjarnason, Yacine Si Salem, Alexander Magnússon,
Valur : Haraldur Björnsson, Jónas Tór Næs, Halldór Kristinn Halldórsson, Atli Sveinn Þórarinsson, Pól Jóhannus Justinussen, Hörður Sveinsson, Guðjón Pétur Lýðsson, Matthías Guðmundsson, Arnar Sveinn Geirsson, Christian R.
Skiptingar:
Grindavík:
Yacine Si Salem út af fyrir Magnús Björgvinsson hjá UMFG.
Óli B. Bjarnason fer út af fyrir Val M. Guðmundsson
Scott Ramsey fór út af fyrir Jón V. Ákason.
Valur:
Alexander Magnússon út af fyrir Robert Winters.
Arnar Sv. Geirsson út af fyrir Rúnar Má Sigurjónsson.