Slagurinn um Suðurnesin í kvöld
Grindavík - Keflavík kl. 19:15
Sannkallaður Suðurnesjaslagur verður í kvöld í Pepsi-deild karla í knattspyrnu þegar Keflvíkingar heimsækja Grindvíkinga klukkan 19:15 á Grindavíkurvöll. Eftir þrjár umferðir sitja Keflvíkingar í 6. sæti með 5 stig en Grindvíkingar hafa náð í 3 stig, einnig að loknum þremur leikjum og sitja í 10. sæti. Eflaust verður hart barist í kvöld enda hvert stig dýrmætt í Pepsi-deildinni sem hefur verið óvenju jöfn það sem af er og nokkuð verið um óvænt úrslit.
Mynd VF: Grindavíkurvöllur