Slagurinn um 3. sætið heldur áfram
Keflavík heimsækir Breiðablik í Kópavoginn í kvöld í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu og hefst leikur liðanna kl. 18:00 á Kópavogsvelli. Liðin berjast nú hart um 3. sætið í deildinni þar sem Blikar hafa nú 22 stig í 3. sæti en Keflavík hefur 21 stig í 4. sæti en á leik til góða á Blika.
Keflavík hafði betur í fyrri leik liðanna þann 29. júní og voru lokatölurnar þá 2-1 Keflavík í vil á heimavelli. Þær Vesna Smiljkovic og Guðný Petrína Þórðardóttir gerðu mörk Keflavíkur í leiknum en Fanndís Friðriksdóttir
Með umferðinni í kvöld eru fjórar umferðir eftir í Landsbankadeild kvenna og því lítið sem ekkert ráðrúm fyrir Keflavík eða Breiðablik að misstíga sig í baráttunni um 3. sætið.
Sóknarmaðurinn Guðný Petrína Þórðardóttir verður ekki með Keflvíkingum í kvöld en hún er enn að glíma við meiðsli. Guðný er með rifinn hamstrengsvöðva aftan í læri og tjáði hún Víkurfréttum að enn væri óvíst hvort hún yrði tilbúin fyrir bikarúrslitaleikinn gegn KR þann 22. september. ,,Ég fer aftur í skoðun 15. september og þá kemur þetta bara í ljós. Ég er bara búin að ná einhverjum sex deildarleikjum í sumar,” sagði Guðný.
VF-Mynd/ Úr safni - Vesna í baráttunni gegn Þór/KA fyrr í sumar.