Slær öll gömlu metin
Sundkonan Erla Dögg Haraldsdóttur úr ÍRB hefur verið að
Fríður hópur sundmanna frá ÍRB er nýkominn heim frá Danmörku þar sem Danish Open sundmótið fór fram. Erla fór hreinlega á kostum í mótinu þar sem hún bætti tæplega 20 ára gömul met Ragnheiðar Runólfsdóttur, sundkonu frá Akranesi. Metin setti Erla í 50 og 100 m bringusundi en hún synti á tímanum 32.76 í 50 m og 1.10.16 í 100 m. Met Ragnheiðar voru 32.93 og 1.10.66.
,,Ragnheiður hringdi í mig og óskaði mér til hamingju með árangurinn. Við þekkjumst vel en hún hefur hvatt mig áfram í gegnum tíðina og hefur mikla trú á mér,” sagði Erla og viðurkenndi að það væri nokkuð sérstakt að annar sundmaður væri að hvetja sig áfram til árangurs og til þess að slá sín gömlu met. ,,Hún er metnaðargjörn og vill sjá framfarir í sundinu,” sagði Erla en árangur hennar í Danmörku um helgina mun ekki duga henni inn á Ólympíuleikana. Samkvæmt reglunum verða Ólympíulágmörkin að nást í 50 m laug en mótið í Danmörku fór fram í 25 m laug. Erla setur engu að síður markið hátt og ætlar sér að komast til
,,Næsti séns til þess að ná Ólympíulágmörkunum er í byrjun desember, þá fer ég með landsliðinu til
,,Mig langar til Kaliforníu en maður sækir um í marga skóla. Það heillar mig mest að fara í fjármálaverkfræði eða aðrar viðskiptagreinar þar sem það er mikil stærðfræði,” sagði Erla en það er eitt af hennar uppáhalds fögum í náminu. ,,Það væri gott að komast út á skólastyrk og komast að hjá sterku sundliði. Það þýðir bara meiri tími í lauginni,” sagði Erla sem næst mun keppa á Íslandsmeistaramótinu hér heima innan nokkurra vikna.
Erla er vafalítið ein sterkast sundkona landsins og að undanförnu segist hún vart hafa gert sér grein fyrir því að margir hafi verið til kallaðir í metabækurnar en fáir komist að. Hún segist þó ekki enn vera komin á hátind ferils síns.
,,Nei, ég er ekki alveg á hátindinum. Ég er að eiga gott tímabil núna og komin með fimm Íslandsmet í röð en ég vil samt
Met Erlu síðustu tvær vikurnar:
13. október
Íslandsmet í 200m flugsundi, tími 2.18.22, gamla metið var frá 2006 og það átti Sigrún Brá Sverrisdóttir sundkona úr Fjölni 2.19.34
14. október
Íslandsmet í 100m fjórsundi, tími 1.03.48, gamla metið var frá 2006 og var í eigu Ragnheiðar Ragnarsdóttur sundkonu úr KR 1.03.66.
25. október
Íslandsmet í 50 og 100m bringusundi í einu og sama sundinu, tímar 32.76 og 1.10.16. Metin voru frá 1989 og voru í eigu Ragnheiðar Runólfsdóttur sundkonu frá Akranesi. 32.93 og 1.10.66.
28. október
Íslandsmet í 50m bringusundi tími 32.35. Bætti eigið meti frá fimmtudeginum 32.76.
Mynd 1: ÍRB/ Steindór Gunnarsson - Erla kampakát í lauginni í Danmörku um síðustu helgi.
Mynd 2: [email protected] - Erla Dögg Haraldsdóttir