Slæmur dagur í Ljónagryfjunni
Lið Njarðvíkur í Iceland Express deild kvenna í körfuknattleik átti slæman dag í Ljónagryfjunni í gær þegar lið Snæfells kom í heimsókn. Fyrsti leikhlutinn var nokkuð jafn en staðan í lok hans var 20-18 fyrir Njarðvík. Í öðrum leikhluta tóku gestirnir öll völd á vellinum og skoruðu 21 stig gegn 12. Svipað var uppi á teningnum í þriðja leikhluta þegar Snæfell skoraði 28 stig gegn 13 stigum Njarðvíkur. Úrslit leiksins voru löngu ráðin áður en að síðasta leikkaflanum kom.
Ólöf Helga Pálsdóttir var stigahæst í Njarðvík með 21 stig. Shayla Fields skoraði 14 stig og tók 12 fráköst.