Slæmt tap Keflvíkinga á útivelli
Keflvíkingar eiga verðugt verkefni fyrir höndum á heimavelli eftir 3-0 tap fyrir Valetta á Möltu í Evrópudeild UEFA gær. Þeir þurfa því að sigra með fjögurra marka mun þegar liðin eigast við að nýju á Sparisjóðsvellinum í Keflavík næsta fimmtudag.
Keflvíkingar áttu í fullu tré við heimamenn framan af leik í gær en fengu fyrsta markið á sig á 25. mín. Þannig stóð í hálfleik, en í í upphafi seinni hálfleiks bættu Maltverjar öðru markinu við og þá kom hið þriðja, sem gerði endanlega út um leikinn, á 72. mín.
VF-mynd/Hilmar Bragi - Magnús Þorsteinsson var í liði Keflavíkur í gær.