Slæm byrjun hjá Jónasi í Halmstadt
Jónas Guðni Sævarsson og félagar hans í sænska úrvalsdeildarliðinu Halmstadt hafa byrjað tímabilið heldur illa. Eftir tap í gær gegn Gunnari Heiðari Þorvaldssyni og Norköpping er Halmstadt aðeins með eitt stig eftir fjóra leiki og sitja í þriðja neðsta sæti deildarinnar. Jónas Guðni hefur þó verið fastamaður í liðinu og leikið vel.
Jónas sagði í spjalli við VF á dögunum að miklar mannabreytingar hefðu orðið fyrir tímabilið með komu nýs þjálfara frá Spáni en liðið væri sterkt og til alls líklegt í sumar. Ítarlegt viðtal verður birt við Jónas í Víkurfréttum á næstunni.