Slæm byrjun hjá Elvari Má og félögum í Litháen
Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson og félagar hans í Siauliai í LKL deildinni í körfubolta í Litháen hafa ekki farið vel af stað og tapað fyrstu sex leikjunum.
Elvari hefur gengið vel og er þriðji hæsti í framlagspunktum í liðinu. Hann skoraði 20 stig í tapleik gegn Lietkabelis í gær, tók 4 fráköst og gaf 4 stoðsendingar.
Siauliai er í neðsta sæti deildarinnar, enn án sigurs eftir fyrstu sex umferðirnar.