Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Slæm byrjun Grindvíkinga
Mánudagur 9. júní 2014 kl. 22:03

Slæm byrjun Grindvíkinga

Tap gegn KV í Laugardalnum

Grindvíkingar máttu sætta sig við ósigur gegn liði KV þegar liðin mættust í 1. deild karla í knattspyrnu í kvöld á gervigrasinu í Laugardal. Leikurinn endaði 3-2 fyrir nýliðana úr Vesturbænum en staða Grindvíkinga er ekki vænleg að loknum fjórum umferðum, þar sem liðið hefur aðeins náð í þrjú stig.

Scott Ramsay kom Grindvíkingum yfir á 18. mínútu en KV jafnaði skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks. Þrjú mörk litu svo dagsins ljós í upphafi seinni hálfleiks á sjö mínútna kafla, fyrst skoruðu KV-menn, svo jafnaði Juraj Grizelj Grindvíkingum  metin aftur með marki úr vítaspyrnu. Þremur mínútum síðar kom svo það sem reyndist sigurmark KV.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Eftir leikinn eru Grindvíkingar í 10. sæti deildarinnar með einn sigur eftir fjórar umferðir. Liðið var hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í úrvalsdeild í fyrra og voru talsverðar væntingar gerðar til liðsins í ár.