Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Laugardagur 16. nóvember 2002 kl. 23:33

Skúli "Tyson" boxaði til sigurs

Skúli "Tyson" Vilbergsson, 19 ára gamall boxari úr Keflavík, kom, sá og sigraði í boxkeppni milli Íslands og Bandaríkjanna sem fram fór í kvöld í Laugardalshöll. Skúli sigraði andstæðing sinn í millivigt örugglega, 4-0. Áhorfendur hilltu kappann að bardaganum loknum enda stóð drengurinn sinn með eindæmum vel. Skúli var ekki eini Keflvíkingurinn sem keppti í Höllinni í kvöld því Axel Borgarsson, 15 ára, stóð sig einnig með sæmd en hann tapaði þó viðureign sinni, 5-0.Skúli var ekkert að skafa af hlutunum þegar Bubbi Morthens fékk kappann í viðtal strax eftir bardagann sem sýndur var beint á sjónvarpsstöðinni Sýn. "Ég ætlaði einfaldlega að berja hann. Það er hefð fyrir því að Keflvíkingar berji kana og það stoppaði ekki í kvöld", sagði hann við Bubba. Áhorfendur voru mjög ánægðir með kappann og hvöttu hann til dáða, jafnt í bardaganum og eftir hann. Kannski við Suðurnesjamenn séum að eignast framtíðarstjörnu í boxheiminum, hver veit?
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024