Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Skrifað undir samstarfssamninga
Frá undirskriftunum. Mynd/ir af vefsíðu Víðis.
Fimmtudagur 20. nóvember 2014 kl. 14:03

Skrifað undir samstarfssamninga

- milli Víðis í Garði og Reynis í Sandgerði.

Í gærkvöldi hittust formenn Knattspyrnufélaga Reynis og Víðis, sem og formenn unglingaráða félaganna og Keflavíkur, í Reynisheimilinu í Sandgerði, til að skrifa undir samninga um samstarf með yngri iðkendur félaganna. Sagt er frá þessu á vefsíðu Víðis.

Ari Gylfason, formaður Reynis og Jón Ragnar Ástþórsson skrifuðu undir samning um samstarf með 2. flokk karla R/V, en sá aldursflokkur hefur ekki verið starfandi hjá félögunum um langa hríð. Gísli Heiðarsson mun þjálfa hópinn.

Formenn unglingaráða félaganna Ómar Svavarsson, Smári Helgason og Hannes Tryggvason skrifuðu undir samstarfssamninga um 3., 4., og 5. flokk stúlkna RKV, en tvö ár eru síðan samstarf hófst með 3. flokk kvenna. Vilji hefur verið til að bæta í samstarfið, knattspyrnustúlkunum til heilla og er það skref nú stigið.

Með hag stúlknanna í huga eru uppi framtíðarhugmyndir, um að bæta enn frekar í, ef núverandi samstarf gengur vel, og er þá horft til 2. flokks og meistaraflokks kvenna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024