Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Skrifað undir samninga við Vísi, Þorbjörn og TM
Miðvikudagur 29. desember 2010 kl. 15:50

Skrifað undir samninga við Vísi, Þorbjörn og TM

Knattspyrnudeild Grindavíkur skrifaði í hádeginu undir samstarfssamninga við þrjá af sínum öflugustu bakhjörlum undanfarin ár, útgerðarfélögin Vísi og Þorbjörn í Grindavík og svo TM. Allir samningarnir eru til tveggja ára en þessi þrjú fyrirtæki eiga það sameiginlegt að hafa stutt vel við bakið á fótboltanum í Grindavík í gegnum tíðina.

Sigurður Viðarsson forstjóri TM mætti til Grindavíkur til þess að skrifa undir samninginn við knattspyrnudeildina. Pétur H. Pálsson forstjóri Vísis hf. og Eiríkur Tómasson forstjóri Þorbjörns hf. skrifuðu undir samninginn fyrir hönd sinna fyrirtækja.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024