Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Skráningu lokið í Samkaupsmótið
Fimmtudagur 2. mars 2006 kl. 09:52

Skráningu lokið í Samkaupsmótið

Í gær lauk skráningu í Samkaupsmótið en unglingaráð Njarðvíkur og Keflavíkur standa saman að mótinu sem fer ört vaxandi og voru þátttakendur um 800 talsins á síðasta móti.

Í ár er gert ráð fyrir um 1000 þátttakendum á Samkaupsmótinu og sagði Falur Harðarson, einn skipuleggjenda mótsins, að keppt yrði á 12 völlum í fjórum íþróttahúsum og þurfa mótshaldarar að setja upp sérstakt strætókerfi á mótshelginni til að ferja krakkanna milli keppnisstaða. „Við eigum von á góðri stemmningu í mótinu og það er gleðilegt að sjá ný lið skrá sig til leiks eins og t.d. Hörð frá Patreksfirði og fleiri góða,“ sagði Falur í samtali við Víkurfréttir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024