Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sunnudagur 14. maí 2000 kl. 23:27

Skoti til Keflavíkur

Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur borist liðsstyrkur fyrir baráttuna í Landssímadeidinni en skoskur varnarmaður kom til landsins í dag og mun leika með liðinu í sumar. Leikmaðurinn er nítján ára og heitir Liam O’Sullivan, en hann kemur úr röðum Hibernian í Skotlandi. O’Sullivan mætti á sína fyrstu æfingu með Keflvíkingum í dag og lofar frammistaða hans þar góðu um framhaldið. Að sögn Páls Guðlaugssonar, þjálfara liðsins kemur hann til með að styrkja leikmannahóp Keflavíkur í sumar og fyrst og fremst auka breiddina í hópnum; “hann er hávaxinn og öflugur varnarmaður,” segir Páll, en það var Alex Mc’Leish, framkvæmdastjóri Hibernian og fyrrum landsliðsmaður Skota sem mælti með O’Sullivan, en hann er talinn einn af framtíðarleikmönnum Hibernian.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024