Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Skotarnir sáu um Eyjamenn í sigri Grindavíkur
Sunnudagur 17. júlí 2011 kl. 19:55

Skotarnir sáu um Eyjamenn í sigri Grindavíkur

Grindvíkingar lögðu Eyjamenn 2:0 á heimavelli sínum í dag í Pepsi-deild karla. Grindvíkingar léku einum fleiri í tæpa klukkustund og var þetta fyrsti sigur þeirra síðan 30. maí gegn Þórsurum.

Grindvíkingurinn Albert Sævarsson sem nú stendur milli stanganna hjá ÍBV var rekinn af velli á 34. mínútu fyrir brot á Magnúsi Björgvinssyni og skoraði skoski leikmaðurinn Jamie McCunnie örugglega úr vítinu og staðan 1-0 fyrir Grindvíkinga í hálfleik. Hinn Skotinn í liði Grindvíkinga, Scott Ramsay skoraði síðan glæsilegt mark með góðu skoti undir lok leiks.

Eftir sigurinn í kvöld eru Grindvíkingar komnir í 11 stig og verma 9. sæti deildarinnar. Ekki er langt í miðjuþóf deildarinnar eins og sjá má hér að neðan.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024