Skoskur reynslubolti til Grindavíkur
Grindvíkingar hafa fengið gamalreyndan skoskan knattspyrnumann til liðs við sig fyrir komandi leiktíð. Sá heitir David Hannah og hefur m.a. leikið með Dundee Utd, Celtic og St. Johnstone. Hjá Dundee Utd hitti hann fyrir Sigurð nokkurn Jónsson, þjálfara Grindvíkinga.
Morgunblaðið greinir frá þessu, en Grindvíkingar munu einnig vera með nígerískan leikmann á reynslu hjá sér.
Mynd: Hannah í leik með Dundee
Morgunblaðið greinir frá þessu, en Grindvíkingar munu einnig vera með nígerískan leikmann á reynslu hjá sér.
Mynd: Hannah í leik með Dundee