Skoraði og lagði upp fyrir frænda
Keflvíkingurinn Samúel Kári Friðjónsson stimplaði sinn heldur betur inn hjá liði Horsens í Danmörku þar sem hann er á reynslu þessa dagana. Samúel skoraði eitt mark og lagði upp annað í æfingaleik með liðinu um helgina. Með liðinu leikur hinn hálf keflvíski Kjartan Henry Finnbogason sem er frændi Samúels, en Samúel lagði einmitt upp á Kjartan áður en hann skoraði svo sjálfur sigurmarkið í 2-1 sigri gegn OB.
Samúel hefur verið í herbúðum enska 1. deildarliðsins Reading síðustu ár en hugsar sér nú til hreyfings.