Skoraði með fyrirliðabandið og meiddist
Jóhann Birnir Guðmundsson, leikmaður GAIS í sænsku úrvalsdeildinni og fyrrum leikmaður Keflavíkur, hefur verið á skotskónum að undanförnu en í síðustu tveimur æfingaleikjum liðsins hefur Jóhann borði fyrirliðabandið fyrir félagið.
GAIS lagði Landskorona 4-2 á laugardag og gerði Jóhann þriðja mark GAIS á 44. mínútu leiksins og kom GAIS í 3-1. Jóhann fór síðan af leikvelli í hálfleik eftir að hafa meiðst aftan á læri.