Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Skólinn gengur fyrir hjá landsliðskonum
Emelía Ósk er meidd og Birna og Thelma sinna náminu sínu.
Miðvikudagur 31. janúar 2018 kl. 13:59

Skólinn gengur fyrir hjá landsliðskonum

Körfuknattleikskonurnar Birna Valgerður Benónýsdóttir og Thelma Dís Ágústsdóttir gefa ekki kost á sér í næsta landsliðsverkefni Íslands í körfubolta vegna skóla. Í samtali við Víkurfréttir segir Thelma þær einfaldlega ekki geta misst svona marga daga úr skólanum.

Þá er Emelía Ósk Gunnarsdóttir meidd og ekki í hóp sökum þess og Embla Kristínardóttir leikur ekki með landsliðinu vegna afstöðu KKÍ til dæmds kynferðisbrotamanns sem leikur með karlalandsliðinu.
Stelpurnar í landsliðinu eiga fyrir höndum útileiki gegn Bosníu og Svartfjallalandi í undankeppni EM 2019 og er um tíu daga ferð að ræða.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í samtali við Vísi segir landsliðsþjálfarinn Ívar Ásgrímsson málið mjög slæmt. „Við erum í undankeppni Evrópumótsins og KKÍ er búið að leggja mikinn pening og metnað í verkefnið. Ef leikmenn sjá sér svo ekki fært að taka þátt af heilum hug þarf að skoða hvað eigi að gera.“