Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Skólamet slegin í skólahreystikeppni Heiðarskóla
Mánudagur 9. desember 2013 kl. 09:25

Skólamet slegin í skólahreystikeppni Heiðarskóla

Skólahreystikeppni Heiðarskóla var haldin nýverið í íþróttasal skólans. Þar öttu kraftmiklir krakkar úr 8.-10. bekk kappi og stóðu þau sig öll frábærlega. Skólamet voru slegin í hraðaþraut stúlkna, dýfum, upphífingum og höngu. Þau Arnór Elí í 10. AÓ og Katla Rún í 9. EP voru fljótust í gegnum hreystibrautina, Andri Már 10. AÓ gerði flestar upphífingar og dýfur og Elma Rósný 9. EP gerði flestar armbeygjur og hékk lengst.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024