Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Skólahreystikrökkum Heiðarskóla fagnað
Sóley Halla Þórhallsdóttir, skólastjóri Heiðarskóla hélt ræðu á svölunum og óskaði öllum til hamingju með sigurinn í Skólahreysti 2014. VF-myndir/OlgaBjört.
Mánudagur 19. maí 2014 kl. 17:31

Skólahreystikrökkum Heiðarskóla fagnað

Nemendur og kennarar í Heiðarskóla fögnuðu liðsfólki sínu í Skólahreysti í frímínútum í morgun en skólinn tryggði sér sigur í keppninni sl. föstudagskvöld.
Sóley Halla Þórhallsdóttir, skólastjóri hélt stutta ræðu á svölum skólans og óskaði öllum til hamingju en auk þess fengu krakkarnir í liðinu blómvönd frá skólanum.

Aðrir nemendur og kennarar hrópuðu ferfalt húrra fyrir Skólahreystiskrökkunum en þau Katla Rún Garðarsdóttir, Elma Rósný Arnardóttir, Andri Már Ingvarsson og Arnór Elí Guðjónsson skipuðu sigurliðið í ár. Þau æfðu vel í vetur undir stjórn Helenu Jónsdóttur, íþróttakennara. Þegar þau voru spurð hvað hefði verið sætast við sigurinn var svarið: „Það var sætast að vinna Holtaskóla,“ sögðu þau og hlógu dátt en félagar þeirra úr Holtaskóla unnu þrjú árin þar á undan.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sigursæl og brosandi Skólahreystiskrakkar Heiðarskóla 2014 með Sóleyju Höllu skólastjóra og Helenu þjálfara. Allir nemendur fögnuðu og hylltu sigurliðið fyrir utan skólann með ferföldu húrrahrópi.