Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Skokk og hjólreiða hópur á Perlunni
Mánudagur 19. apríl 2004 kl. 15:32

Skokk og hjólreiða hópur á Perlunni

Nú hefur líkamsræktarstöðin Perlan ákveðið að færa sig með líkamsræktina út fyrir þar sem sumarið er framundan. Þann 27. apríl nk. hefst hjá Perlunni göngu/skokk hópur sem verður í umsjón Bryndísar Kjartansdóttur  og hjólreiðahópur sem Sigríður Kristjánsdóttir sér um. Við ætlum að koma fólki í sumargírinn og færa okkur út í náttúruna. Byrjað verður á 5 vikna verkefni og verða þessir tímar á þriðjudögum og fimmtudögum kl:18:15. Þessi námskeið eru ætluð fólki á öllum aldri. Byrjaðu sumarið á hollri og góðri hreyfingu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024