Skoða endurbætur á malarvelli við Hringbraut
Erindi frá aðalstjórn Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags, varðandi malarvöllinn við Hringbraut var tekið til afgreiðslu hjá bæjarráði Reykjanesbæjar á dögunum. Bæjarráð fól sviðsstjóra umhverfissviðs og íþrótta- og tómstundafulltrúa að taka upp viðræður við aðalstjórn Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags, hvað varðar endurbætur á malarvellinum við Hringbraut. Malarvöllurinn var notaður síðasta vor fyrir æfingar yngri flokka Keflavíkur, m.a. vegna þess að erfitt var að fá hentuga æfingartíma í Reykjaneshöllinni.